We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Velfer​ð​arr​á​ð​herrann

from Skipið siglir by 5ta herdeildin by gímaldin

/

about

by gímaldin

lyrics

Velferðarráðherrann

Velferðarráðherrann, þjónn vor á þingi
Fer þingmanna mest framúr fjárlögum
Og þótt nauðþurftabjöllurnar hringi og hringi
Hristir hann hausinn og ruglast á dögum

Úr þurrausnum sjóðnum skal fjárlögin fjármagna
Svo fjárstreymi renni í þörf og góð plott
Leggja allt kapp á að fá þorrann tilað þagna
Svo þrauki hann við örbirgð og finnist það gott

En allir sem aðstoð vantar verða
Að veita hana sjálfir eftir öðrum leiðum
Því samhjálpin bugar og bætur þær skerða
Og best væri að skjóta þau öll uppá heiðum

Umönnun spillir og styrkir þeir sliga
Og styrkgefnar mæður eiga í nefndum best heima
Öll neðstu þrepin í þjóðfélagsstiganum
Þrífast helst ef þeim er auðvelt að gleyma

En fræðin upplýsa og fær oss sanninn
Umað fjáraðstoð stafar ekki af ástæðuleysi
Því segi ég, börnin góð, berjist við manninn
Og brjótið upp hús hans og rústiði pleisið

Því öllum sem þurfa á hjálp að halda
Þeim hættir svo mjög oft til bjargarleysið
Þeir pakka ekki nesti og tjaldinu tjalda
Til tvídægurs og deyja úr magnleysis-leysi

Yfir rústunum rjúkandi þau standa og skjálfa
En spara tilað eiga oní börnin hassbúta
Heimilisköttinn þau klófesta og þjálfa
Og kasta svo þjóðvegaránsörkinni útaf

Þeir sem kvarta og nöldra um hvar neyðin er mest
Nenna ekki að taka til hendinni sjálfir
Það er allt í orden, það af því best sést
Að sjóðirnir fullu þeir eru nú hálfir

credits

from Skipið siglir by 5ta herdeildin, released June 1, 2006
Vocals by Heiða
Cello by Bryndís Halla Gylfadóttir
Cello arrangement by Þórður Magnússon

license

all rights reserved

tags

about

gímaldin Reykjavík, Iceland

Electro-midi-pop, Very alt-country, Folk Rock, , Anarchy metall, and so on

Started out as a new wave rocker, turned troubador, turned electro-ambient, then folk, spoken word, then country-ethno-barding, then remixer and back into rock, then blues and some dubbing. Examples of most phases on main site: www.gimaldin.com ... more

contact / help

Contact gímaldin

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like gímaldin, you may also like: