We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.
/

about

by gímaldin

lyrics

Skipið siglir

Hann stendur í stafni, og stjórnar af hörku
Undirmönnum sínum með öskrum og spörkum
Þótt hafið þeim hafni, þeir hjara í því nafni
Að best er að þóknast úlfinum sem liggur þeim á barka

Hann lætur alla lúta sér, einsog leikmenn í tafli
Hafið er hans heimur og heimurinn hans nafli
Ef eitthvað er sem útaf ber, hann ætlar það að strúta her
Vinni markvisst gegn því að þeim veiðist nokkur afli

Og enginn hlustar á hvað sjórinn segir
Og allir þeir sem sigla eru feigir

Hann veit ekkert verra en að vakna upp við það
Að annar hafi fundið það sem leitar hann að
Þrekið vill oft þverra og þá þakkar hann sínum herra
Hann snýr aldrei aftur hann er lagður á stað

Á reginhafi rekur þá að raunalegri fleytu
Þar hírast öll hin skáldin, örmagna af hungri og þreytu
Útlit þeirra vekur vá og víst að kænan lekur smá
En kapteinn fríar sig kveðst ekki reka hjálparveitu

Enginn heyrir nema sá sem segir
Skipið veltur ef það ekki beygir

Sigurður breiðfjörð og hálfbróðir hans Huldar
Í hálfu kafi mara með meiningar duldar
Og Erpur í skammarkrók með magnýltöflur muldar
Mæðir mjög á honum því hann veit að hann skuldar
Einn er fjarri bakvið lás og slá vegna ritstuldar
Það stjórnar honum allt sem heyrist í útvarpi matthildar
Og skáldastóð að vestan með kvöldklámbænir þuldar
Kinka við því kolli þegar William Burroughs muldrar

Allir hlusta nema sá sem þegir
Öllum finnst sér opnir allir vegir

Skáldin þeir skilja við en skjóta þau fyrst
Og halda áfram túrnum einsog ekkert hafi í skorist
Í eldinum sér ylja við örþreyttir og vilja frið
Þeir brenna bókum skáldanna og skólaljóðunum fyrst

Hann stendur enn í stafni og stjórnar af hörku
Aumum af hungri og marða undan spörkum
Svo dallurinn dafni og drukkna í hans nafni
Þeir leggja líf og limi sína fúslega að mörkum

Allir vilja vera ódauðlegir
Þeir lifa lengst sem eru teygjanlegir
Einsog blóm sem duftið sig í beygir
Skjóta frægð sér óska allir feigir
Bátsmenn allir tárfylltir og tregir
Vegir hafsins alóskiljanlegir

credits

from Skipið siglir by 5ta herdeildin, released June 1, 2006

license

all rights reserved

tags

about

gímaldin Reykjavík, Iceland

Electro-midi-pop, Very alt-country, Folk Rock, , Anarchy metall, and so on

Started out as a new wave rocker, turned troubador, turned electro-ambient, then folk, spoken word, then country-ethno-barding, then remixer and back into rock, then blues and some dubbing. Examples of most phases on main site: www.gimaldin.com ... more

contact / help

Contact gímaldin

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like gímaldin, you may also like: